Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir að ferðamannabátur sökk norður af japönsku eyjunni Hokkaido í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá japönsku Landhelgisgæslunni.
Yfirvöld misstu samband við bátinn sem hélt af stað frá eyjunni klukkan 13:15 að staðartíma, klukkan 4:15 að íslenskum tíma í gærmorgun. 26 farþegar voru um borð í bátnum.
Í yfirlýsingu Gæslunnar kemur enn fremur fram að 16 sé enn saknað.
Áður en áhöfn bátsins missti samband við yfirvöld á landi tilkynntu þau að báturinn væri að sökkva. Báturinn var á leið í þriggja klukkustunda útsýnissiglingu um Shiretoko-eyjaskalann.