Tíu látnir eftir að bátur sökk

Viðbragðsaðilar fluttu slasaða í þyrlu í land.
Viðbragðsaðilar fluttu slasaða í þyrlu í land. AFP

Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir að ferðamannabátur sökk norður af japönsku eyjunni Hokkaido í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá japönsku Landhelgisgæslunni.

Yf­ir­völd misstu sam­band við bát­inn sem hélt af stað frá eyj­unni klukk­an 13:15 að staðar­tíma, klukk­an 4:15 að ís­lensk­um tíma í gærmorg­un. 26 farþegar voru um borð í bátnum.

Í yfirlýsingu Gæslunnar kemur enn fremur fram að 16 sé enn saknað.

Áður en áhöfn báts­ins missti sam­band við yf­ir­völd á landi til­kynntu þau að bát­ur­inn væri að sökkva. Bát­ur­inn var á leið í þriggja klukku­stunda út­sýn­is­sigl­ingu um Shiret­oko-eyjaskalann. 

Viðbragðsaðilar leita að fólki sem var í bátnum.
Viðbragðsaðilar leita að fólki sem var í bátnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert