Ekki dauðadómur og málið tekið upp

Hér biður Melissa Lucio bæn með hópi þingmanna í Gatesville …
Hér biður Melissa Lucio bæn með hópi þingmanna í Gatesville fangelsinu í Texas. AFP

Melissa Lucio sem hafði verið dæmd til dauða næsta miðvikudag fékk í dag biðlausn frá dómnum og málinu er vísað til undirréttar þar sem þarf að fara yfir málið aftur áður en hægt verður að fella aftur dóm í málinu. Héraðsdómi í Cameron Country er gert skylt að skoða ný sönnunargögn í máli Melissu sem sýni sakleysi hennar í dauða dóttur hennar Maríu.

„Ég þakka guði fyrir líf mitt. Ég hef alltaf treyst honum. Ég er þakklát fyrir þennan möguleika sem rétturinn hefur gefið mér til að sanna sakleysi mitt. María er mér efst í huga í dag sem aðra daga. Ég er þakklát fyrir að fá tækifæri til að vera móðir barnanna minna og amma barnabarnanna. Ég mun nota allan þann tíma sem ég hef til að færa þau nær Kristi. Ég er djúpt snortin og þakklát öllum þeim sem hafa beðið fyrir mér og talað fyrir mína hönd,“ sagði Melissa í dag.

Tivon Schardl einn lögfræðinga Melissu sagði í dag að hann vissi að börn hennar og systkini Maríu, afar, ömmur, frænkur og frændur væri öllum stórkostlega létt og þakklát yfir því að lífi Melissu hefði verið þyrmt. 

„Rétturinn er að heiðra minningu Maríu því Melissa er saklaus. Hún á rétt á nýju og réttlátu réttarhaldi. Íbúar Texas geta verið stoltir af því að Melissa fær tækifæri til að koma á framfæri nýjum sönnunargögnum í málinu.“

 Hann sagðist sérstaklega þakka hundruð þúsunda íbúa Texas og almennings í Bandaríkjunum sem hafa barist fyrir réttindum Melissu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert