Kane Tanaka, sem var elsta lifandi manneskja heims, er látin 119 ára að aldri.
BBC greinir frá því að Tanaka var fædd árið 1903, sama ár og rithöfundurinn George Orwell, í Japan.
Hún var yngst sjö systkina og var fyrirburi. Hún giftist Hideo Tanaka þegar hún var 19 ára gömul og hafði aldrei hitt hann á brúðkaupsdaginn. Þau eignuðust fjögur börn saman og ættleiddu það fimmta.
Hideo Tanaka rak fjölskyldufyrirtækið sem framleiddi hrísgrjón og núðlur. Þegar hann gegndi herþjónustu árið 1937 tók Kane Tanaka við rekstrinum.
Tanaka eyddi síðustu æviárunum á hjúkrunarheimili í Japan þar sem hún naut þess að spila borðspil og að borða súkkulaði.
Elsta núlifandi manneskja heims er franska nunnan Lucile Randon sem er 118 ára.
Elsta manneskja allra tíma er hins vegar franska konan Jeanne Louise Calment, sem lést 122 ára gömul árið 1997.