Tyrkneskur dómstóll dæmdi í dag Osman Kavala í lífstíðarfangelsi, en hann hefur þegar setið í fjögur ár í fangelsi án þess að fengið formlegan dóm. Hann var sakaður um tilraun til valdaráns í Tyrklandi og voru sjö aðrir menn dæmdir í dag í átján ára fangelsi fyrir að vera stuðningsmenn Kavala.
Dómurinn var fordæmdur af mörgum nánustu stuðningsmönnum Tyrkja í Atlantshafsbandalaginu auk baráttuhópa sem yfirgáfu þéttsetinn réttarsalinn í Istanbul í dag með tárin í augunum, en Osman er almennt talinn saklaus af þessum sökum.
Þjóðverjar sögðu að hinn 64ra ára Kavala ætti að „vera látinn laus á stundinni,“ á meðan aðirr sögðu að þessi „sorglegi dómur“ sýndi glöggt að viðhorf Evrópusambandsins ættu sér engan málsvara í Tyrklandi í dag.
Nils Muiznieks forstöðumaður Amnesty International sagði að í dag „hefði heimurinn orðið vitni að hræðilegum réttarsvikum af óþekktri stærðargráðu.“
Lögfræðingar Kavala sögðust myndu áfrýja dómnum, en stuðningsmenn hans ætla að mótmæla fyrir framan dómshúsið á morgun.
Osman Kavala, sem fæddist í París, sagði réttinum í gegnum fjarfundarbúnað að hann sæi þessi réttarhöld sem „lögfræðilegt morð.“
„Þetta eru samsæriskenningar byggðar á pólitískum grunni,“ sagði Kavala rétt áður en dómurinn var kveðinn upp.
Það tók dómarana þrjá minna en klukkustund að komast að niðurstöðu í málinu, sem hefur verið eitt mest um talaða réttarmál Tyrklands undanfarin ár.
Kavala var handtekinn í október 2017. Þá þekktu hann flestir sem viðskiptamógúl sem nýtti hluta auðs síns til að koma á betri samskiptum milli Tyrklands og höfuðandstæðingsins Armeníu.
En Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, málaði Kavala upp sem vinstri sinnaðan samráðsmann George Soros, bandaríska milljarðamæringsins sem er af ungverskum ættum, en hann tengist mörgum samsæriskenningum í Bandaríkjunum. Erdogan sakaði Kavala um að nota erlent fé til að reyna að steypa stjórnvöldum Tyrklands af stóli.
Í kjölfar handtöku Kavala voru allt að tíu þúsund manns fangelsaðir eða látnir fara úr opinberum störfum í landinu. Þar sem ásakanirnar gegn Kavala þóttu lítt sannaðar varð hann í augum ýmissa baráttuhópa sem táknmynd sífellt meiri einræðistilburða Erdogan.
Kavala var fyrst ásakaður fyrir að hafa styrkt fjárhagslega röð mótmæla árið 2013, sem margir greinendur telja að marki upphaf einræðistilburða Erdogan hin síðari ár. Kavala var dæmdur saklaus í febrúar 2020, en hann var handtekinn áður en hann gat komist heim til konu sinnar. Þá var hann sakaður um að eiga þátt í blóðugri valdaránstilraun árið 2016.
Erdogan hefur reynt að halda hlutleysisstöðu í stríðinu og talað bæði við Pútín og Selenskí. Framganga hans þar hefur þegar komið honum í betra samband við Bandaríkjamenn, sem gætu skilað sér í bandarískum herflugvélum til Ankara
Málaferlin í dag voru á sama tíma og Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hitti Erdogan í Ankara fyrir áætlaða heimsókn til bæði Moskvu og Kænugarðs síðar í vikunni. Aðalritarinn lýsti yfir stuðningi við Tyrkland og hlutverks landsins í stríðinu var haft eftir talsmönnum Guterres.
Erdogan minntist ekkert á Kavala í þjóðarávarpi sínu í sjónvarpi sem haldið var aðeins mínútum eftir að dómur í málinu féll. Hins vegar var talað um að leiðtoginn myndi ræða mál Úkraínu við Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun.