Aðgerðir yfirvalda í flugsamgöngnum í Bretlandi vegna kórónaveirunnar voru of harðar, ruglingslegar og rústuðu fjárhag flugfélaganna er niðurstaða breskra þingmanna í dag.
Nefnd sem skipuð er þingmönnum allra flokka skilaði álitinu í skýrslu til þingsins í dag. „Inngrip stjórnvalda í millilandaflug á tímum faraldursins voru óhóflega miklar í ljósi áhættu almennings,“ segir í skýrslunni.
Farið var í miklar aðgerðir vegna faraldursins og á fyrrihluta ársins 2020 var millilandaflug nánast fellt niður í tilraun yfirvalda til að koma böndum á ástandið.
Þótt ásókn í flug hafi aukist mikið eftir að samkomubanni var aflétt, eru flugfélögin ennþá að ná sér eftir afkomudýfu faraldursins með tilheyrandi fjárhagstapi og uppsögnum starfsmanna.
„Flugfélög gengu í gegnum ótrúlegar fjárhagsþrengingar vegna inngrips yfirvalda sem voru ekki byggð á breiðri vísindalegri samstöðu.“
Mikil gagnrýni var á bresk yfirvöld fyrir halda lengur í samkomutakmarkanir og covid-mælingar en nærliggjandi Evrópusambandslönd og voru British Airways, EasyJet og Ryanair þar fremst í flokki.
„Þegar millilandaflug hófst aftur sumarið 2021 var farið fram á að fljúga með hálftómar flugvélar og reglurnar í kringum það voru óljósar, ósamræmdar og ruglingslegar,“ segir í skýrslunni.
Þingmaður Íhaldsflokksins, Huw Merriman, sem fór fyrir nefndinni hvatti yfirvöld að læra af mistökunum.
„Skýrslan sýnir vel erfiða stöðu stjórnvalda í heimsfaraldri,“ sagði Merriman. „Nú þegar samkomubönnun og covid-prófunum er lokið, er mikilvægt að við þingmenn stöndum vörð um þennan atvinnuveg og styðjum hann gegn fjárhagsáföllum í framtíðinni og að við fullvissum flugfarþega að jafnhörðum aðgerðum verði ekki beitt í framtíðinni nema í neyðartilvikum.“