Of harðar aðgerðir í faraldrinum

AFP

Aðgerðir yf­ir­valda í flug­sam­göngn­um í Bretlandi vegna kór­óna­veirunn­ar voru of harðar, rugl­ings­leg­ar og rústuðu fjár­hag flug­fé­lag­anna er niðurstaða breskra þing­manna í dag.

Nefnd sem skipuð er þing­mönn­um allra flokka skilaði álit­inu í skýrslu til þings­ins í dag. „Inn­grip stjórn­valda í milli­landa­flug á tím­um far­ald­urs­ins voru óhóf­lega mikl­ar í ljósi áhættu al­menn­ings,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Farið var í mikl­ar aðgerðir vegna far­ald­urs­ins og á fyrri­hluta árs­ins 2020 var milli­landa­flug nán­ast fellt niður í til­raun yf­ir­valda til að koma bönd­um á ástandið. 

Ásókn í flug hefur aukist mikið eftir að samkomutakmarkanir lögðust …
Ásókn í flug hef­ur auk­ist mikið eft­ir að sam­komutak­mark­an­ir lögðust af, en flug­fé­lög­in eru enn í erfiðri stöðu eft­ir far­ald­ur­inn. AFP/​JUST­IN TALL­IS

Þótt ásókn í flug hafi auk­ist mikið eft­ir að sam­komu­banni var aflétt, eru flug­fé­lög­in ennþá að ná sér eft­ir af­komu­dýfu far­ald­urs­ins með til­heyr­andi fjár­hagstapi og upp­sögn­um starfs­manna.

„Flug­fé­lög gengu í gegn­um ótrú­leg­ar fjár­hagsþreng­ing­ar vegna inn­grips yf­ir­valda sem voru ekki byggð á breiðri vís­inda­legri sam­stöðu.“

Hálf­tóm­ar vél­ar

Mik­il gagn­rýni var á bresk yf­ir­völd fyr­ir halda leng­ur í sam­komutak­mark­an­ir og covid-mæl­ing­ar en nær­liggj­andi Evr­ópu­sam­bands­lönd og voru Brit­ish Airways, Ea­syJet og Ry­ana­ir þar fremst í flokki.

„Þegar milli­landa­flug hófst aft­ur sum­arið 2021 var farið fram á að fljúga með hálf­tóm­ar flug­vél­ar og regl­urn­ar í kring­um það voru óljós­ar, ósam­ræmd­ar og rugl­ings­leg­ar,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Lær­um af mis­tök­un­um

Þingmaður Íhalds­flokks­ins, Huw Merrim­an, sem fór fyr­ir nefnd­inni hvatti yf­ir­völd að læra af mis­tök­un­um.

„Skýrsl­an sýn­ir vel erfiða stöðu stjórn­valda í heims­far­aldri,“ sagði Merrim­an. „Nú þegar sam­komu­bönn­un og covid-próf­un­um er lokið, er mik­il­vægt að við þing­menn stönd­um vörð um þenn­an at­vinnu­veg og styðjum hann gegn fjár­hags­áföll­um í framtíðinni og að við full­viss­um flug­f­arþega að jafn­hörðum aðgerðum verði ekki beitt í framtíðinni nema í neyðar­til­vik­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka