Rússar ekki samþykkt flóttaleið frá Asovstal

Rússneskir hermenn í Maríupol.
Rússneskir hermenn í Maríupol. AFP

Úkraínsk stjórnvöld segja að Rússar hafi ekki samþykkt beiðni um flóttaleið fyrir særða hermenn og almenna borgara sem vilja komast frá Asovstal stálverksmiðjunni í úkraínsku borginni Maríupol. 

Fyrr í dag tilkynnti rússneska varnarmálaráðuneytið að samið hefði verið um vopnahlé á svæðinu.

Hundruð, bæði óbreytt­ir borg­ar­ar og her­menn, hafa haldið til í verk­smiðjunni að und­an­förnu og hvorki kom­ist land né strönd vegna stöðugra loft­árása gegn Maríu­pol. 

Fólkið hef­ur liðið skort á fæðu, vatni og fersku lofti.

„Því miður höfum við ekki komist að samkomulagi um flóttaleið frá Asovstal í dag,“ sagði Iryna Vershcuk, staðgengill forsætisráðherra Úkraínu, á Telegram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert