Semja um vopnahlé í kringum verksmiðjuna

Mynd sem tekin var 19. apríl síðastliðin sýnir reyk stíga …
Mynd sem tekin var 19. apríl síðastliðin sýnir reyk stíga upp frá verksmiðjunni. AFP

Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti rétt í þessu um vopnahlé í kringum Asovstal stálverksmiðjuna í Maríupol. 

Hundruð, bæði óbreytt­ir borg­ar­ar og her­menn, hafa haldið til í verksmiðjunni að undanförnu og hvorki komist land né strönd vegna stöðugra loftárása gegn Maríupol. 

Fólkið hefur liðið skort á fæðu, vatni og fersku lofti. 

Segjast ætla að halda sig í öruggri fjarlægð

Er vopnahléinu ætlað að gera það að verkum að almennir borgarar á svæðinu geti flúið.

Hléið hefst klukkan 14 að rússneskum tíma, 11 að íslenskum tíma, í dag. 

Rússneskir hermenn „munu einhliða gera hlé á hvers konar stríðsrekstri. Hersveitirnar munu flytja sig í örugga fjarlægð og tryggja brottflutning óbreyttra borgara,“ segir í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu. 

Það segir að þeim sem haldi til í verksmiðjunni verði tilkynnt um vopnahléið á 30 mínútna fresti. 

Í síðustu viku sögðu rússnesk yfirvöld að þau hefðu náð algjörri stjórn á Maríupol, ef frá er talið svæðið í kringum Asovstal. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert