Yfirvöld í Rússlandi vöruðu á mánudag við því að stríðið í Úkraínu gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldar. Yfirvöld í Moskvu sökuðu Kænugarð um að gera lítið úr friðarviðræðum eftir að bandarískir ráðherrar funduðu með forseta Úkraínu.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi nálgun úkraínska stjórnvalda á friðarviðræðum við rússneska fjölmiðla og sagði hættuna á þriðju heimsstyrjöld „alvarlega“.
„Hættan er raunverulega, það má ekki vanmeta það,“ sagði Lavrov.
Lavrov sagði að friðarviðræður myndu halda áfram en gagnrýndiVolodymírSelenskí forseta Úkraínu.Lavrov segirSelenskí ekki hafa nálgast friðarviðræðurnar af alvöru og sakaði hann forsetann um að tala í mótsögn við sjálfan sig.
Selenskí hefur síðustu mánuði ítrekað kallað eftir frekari aðstoð leiðtoga Vesturlanda, sér í lagi í formi þungavopna og herflugvéla.
Svo virðist sem Bandaríkin og fleiri ríki Atlantshafsbandalagsins, meðal annars Bretland, vilji nú svara kallinu og hefur ýmsum þungavopnum verið lofað þrátt fyrir mótmæli Rússlands.
AntonyBlinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna ogLloydAustin varnarmálaráðherra funduðu meðSelenskí í Kænugarði í gær.
„Fyrsta skrefið í átt að sigri er að trúa að þú getir unnið. Við trúið að við getum unnið – að þau geti unnið – ef þau hafa rétta búnaðinn, rétta stuðninginn,“ sagði Austin við blaðamenn í kjölfar fundarins.
Hið minnsta fimm létust og 18 særðust í loftárás Rússa á lestarstöð í Vinnytsia-héraði á mánudag. Rússnesk yfirvöld sökuðu síðan Úkraínu um að hafa sprengt upp smáþorp nærri landamærunum með þeim afleiðingum að tveir særðust og fjöldi heimila skemmdist.