Vill skapa aðstæður fyrir áhrifaríkari viðræður

Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands …
Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag. AFP/Maxim Shipenkov

Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði í dag í  heimsókn sinni til Moskvu að hann væri að leita leiða til að stöðva stríðið í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 

Guterres fundar með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í dag.

„Við erum afar áhugasöm um að finna leiðir til að skapa aðstæður til að gera viðræður áhrifaríkari, skapa aðstæður fyrir vopnahlé eins fljótt og mögulegt er, skapa aðstæður fyrir friðsamlega lausn,“ sagði Guterres í upphafi samtals hans við Lavrov.

Lavrov hefur varað við því að stríðið við Úkraínu gæti leitt til þriðju heimsstyrjaldar. Sagði hann hættuna vera raunverulega og að ekki mætti vanmeta hana.

Guterres hefur verið harðorður í garð Rússa frá því að stríðið hófst og hefur m.a. kallað það „fáránlegt“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert