Biður þingið um 33 milljarða dollara

Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag að biðja um 33 milljarða …
Joe Biden Bandaríkjaforseti í dag að biðja um 33 milljarða bandaríkjadali til stuðnings Úkraínu. AFP/Jim Watson

Joe Biden Bandaríkjaforseti bað þingið í dag um 33 milljarða dollara fyrir Úkraínu og mannúðarmál tengd afleiðingum stríðsins. Hann sagði að það væri „ekki ódýrt“ en Washington yrði að hjálpa landinu gegn „grimmd og árásum“ Rússa.

Í Washington Post kemur fram að 20 milljarðar séu hugsaðir í hernaðaraðstoð til bæði Úkraínu og nærliggjandi landa austurblokkarinnar í Evrópu. 8,5 milljarðar eru til að aðstoða Úkraínu við að kaupa mat,orku og heilbrigðisþjónustu og þrír milljarðar til að mæta yfirvofandi hungursneyð í heiminum. Úkraína hefur beðið um að minnsta kosti 2 milljarða dollara á mánuði til að mæta efnahagshörmungum vegna stríðsins.

Biden lagði áherslu á að hann væri ekki að „ráðast á Rússland“ þrátt fyrir „varhugaverða orðræðu“ þess efnis frá yfirvöldum í Kreml. Á sama tíma tilkynnti hann að Bandaríkin hefðu sent tíu varnarvopn til Úkraínu fyrir hvern skriðdreka sem Rússar hefðu farið á inn í landið.

„Við erum ekki að ráðast á Rússland. Við erum að hjálpa Úkraínu við að verjast árásum Rússa,“ sagði Biden í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert