Rússar niðurlægja Sameinuðu þjóðirnar

Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi fyrr í dag.
Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, á blaðamannafundi fyrr í dag. AFP/Sergei SUPINSKY

Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa niðurlægja Sameinuðu þjóðirnar.

Rúss­ar skutu sprengj­um að Kænug­arði í kvöld á meðan aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, Ant­onio Guter­res, heim­sótti borg­ina.

Sprengjurnar hæfðu tvö skotmörk, annað þeirra íbúðarblokk en að minnsta kosti þrír eru særðir.

„Í dag, strax í kjölfarið á samræðum okkar í Kænugarði, svifu rússneskar eldflaugar inn í borgina. Fimm eldflaugar. Það segir margt um tilraun rússneskra stjórnvalda til að niðurlægja Sameinuðu þjóðirnar og allt það sem stofnunin stendur fyrir,“ sagði Selenskí og bætti við að nauðsynlegt væri að svara fyrir árásina.

Íbúðarhúsnæðið sem Rússar skutu sprengju á í kvöld í Kænugarði.
Íbúðarhúsnæðið sem Rússar skutu sprengju á í kvöld í Kænugarði. Ljósmynd/Anton Gerashchenko

Fólk á vegum SÞ í öruggu skjóli

Saviano Abreu, talsmaður Ant­onio Guter­res sagði að hópnum væri brugðið en þau væru í öruggu skjóli, án þess að segja hvar nákvæmlega.

„Þetta er stríðssvæði en það kom okkur í opna skjöldu hvað þetta gerist nálægt okkur," sagði Abreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert