Rússar skutu sprengjum að Kænugarði í kvöld á meðan aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, heimsækir borgina. Guterres var einnig í heimsókn í Moskvu á dögunum.
AFP fréttastofan hefur staðfest það sem Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari búsettur í Kænugarði, sagði í samtali við mbl.is að sprengjur hafa fallið í Kænugarði í kvöld.
Þetta eru fyrstu sprengingar í borginni síðan um miðjan apríl.
„Sprengjum er varpað í miðbæ Kænugarðs í opinberri heimsókn aðalritara Sameinuðu þjóðanna,“ segir í tísti Volodomír Selenskí, forseta Úkraínu.