Anton Guðjónsson
Tvær sprengingar urðu í Kænugarði nú fyrir skömmu. Þetta staðfestir Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem býr í borginni. Hann segir að tvær sprengingar hafa heyrst í borginni upp úr klukkan fimm í dag að íslenskum tíma.
„Við lágum uppi í rúmi og allt í einu heyrum við þvílíka sprengingu fyrir utan hjá okkur og aftur þrjátíu sekúndum seinna heyrðist þvílík sprenging. Ég er farinn að þekkja muninn annars vegar á loftvarnasprengingum og hins vegar þegar þær hitta eitthvað og þessar sprengjur lentu augljóslega,“ segir Óskar.
„Það er mjög langt síðan að flugskeyti lenti í Kænugarði, þau hafa verið skotin niður fram að þessu. Við höfum ekki einu sinni heyrt i loftvörnum i 2-3 vikur.“