Stríðið sjálft stærsti glæpurinn

Antonio Guterres.
Antonio Guterres. AFP

Ant­onio Guter­res, aðal­rit­ari Sam­einuðu þjóðanna, hvatti Rússa til að vinna með Alþjóðastríðsglæpa­dóm­stólnum (ICC) sem rannsakar mögulega stríðsglæpi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu.

„Ég styð Alþjóðastríðsglæpadómstólinn og biðla til Rússa til að vinna með þeim,“ sagði Guterres í morgun.

Guter­res sótti Moskvu heim á þriðjudaginn og sagði þá að hann væri að leita leiða til að stöðva stríðið í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 

Hann sagði að þegar rætt væri um stríðsglæpi mætti ekki gleyma því að stærsti glæpurinn væri stríðið sjálft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert