Segja yfirhershöfðingja Rússa berjast á víglínunni

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands (t.h.), og yfirhershöfðinginn Valerí Gerasimov.
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands (t.h.), og yfirhershöfðinginn Valerí Gerasimov. AFP

Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að Valerí Gerasimov, yfirhershöfðingi rússneska hersins, sé kominn til borgarinnar Isíum, nærri Karkív í Úkraínu, til þess að stýra hermönnum sjálfur í sókn Rússa. 

Á vef ukranews er greint frá því að Gerasimov sé kominn til Isíum til þess að leiða herinn a svæðinu þar sem að hershöfðingjanum Aleksandr Dvornikov hefur ekki tekist nóg vel til í hernaðaraðgerðum Rússa á svæðinu. 

Gerasimov á meðal annars að auka miðstýringu sóknar Rússa, en það þótti aftra þeim í upphafi innrásarinnar að fjórir mismunandi hershöfðingjar stýrðu aðgerðum hver á sínu svæði án þess að þeir samræmdu eða samhæfðu aðgerðir sínar.

Miðilinn greinir frá því að Rússar séu meðal annars að reyna að bæta fyrir galla í stjórnun hersins með því að auka á stórskotahríð sína á vissum stöðum við víglínuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert