Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að Valerí Gerasimov, yfirhershöfðingi rússneska hersins, sé kominn til borgarinnar Isíum, nærri Karkív í Úkraínu, til þess að stýra hermönnum sjálfur í sókn Rússa.
Á vef ukranews er greint frá því að Gerasimov sé kominn til Isíum til þess að leiða herinn a svæðinu þar sem að hershöfðingjanum Aleksandr Dvornikov hefur ekki tekist nóg vel til í hernaðaraðgerðum Rússa á svæðinu.
Gerasimov á meðal annars að auka miðstýringu sóknar Rússa, en það þótti aftra þeim í upphafi innrásarinnar að fjórir mismunandi hershöfðingjar stýrðu aðgerðum hver á sínu svæði án þess að þeir samræmdu eða samhæfðu aðgerðir sínar.