Aðgerð Rússa til að ná yfirráðum í Donbas-héruðunum í Úkraínu gengur hægt og er á eftir áætlun að sögn bandaríska varnamálaráðuneytisins, Pentagon.
Hörð mótspyrna af hálfu úkraínskra hermanna og varkárni Rússa í að yfirtaka Kænugarð hefur leitt til „hægfara og ekki alls staðar árangursríkrar framfarar“ í Donbas sagði talsmaður Pentagon á blaðamannafundi í dag.
„Við trúum því að það sem þeir eru í raun og veru að gera er að halda áfram að setja skilyrði fyrir viðvarandi og stærri sókn.“
Stefna Rússa er að gera loftárás og síðan senda stórskotalið á hernaðarlega mikilvæga staði í Úkraínu, og eftir það að reyna sókn á jörðu niðri.
Þessi sókn hefur vegar ekki haft þann árangur sem Rússar áætluðu.
Þá sagði talsmaðurinn að Rússar væru varkárir til að koma í veg fyrir sömu atburðarrás og gerðist í Kænugarði.
Gert er ráð fyrir að Rússar séu að reyna tangarsókn á vígvellinum til að umkringja úkraínska hermenn á fremstu víglínu.
92 rússneskar herdeildir eru í Austur- og Suður-Úkraínu núna, fleiri eru Rússlandsmegin á landamærunum, að sögn Pentagon.