Hvirfilbylur hefur valdið mikilli eyðileggingu í Kansasríki í Bandaríkjunum. Veðurstofa Bandaríkjanna hefur gefið út viðvörun vegna bylsins sem fer nú í gegnum miðvesturríkin Iowa, Missouri, Nebraska auk Kansas. BBC greinir frá.
Borgarstjóri Wichita, Brandon Whipple, segir á bilinu 50 til 100 byggingar hafa orðið fyrir miklum skemmdum er hvirfilbylurinn fór þar um, sérstaklega í Andover úthverfinu. Ekki hefur verið tilkynnt um slys á fólki.
Whipple hvatti fólk til að halda kyrru fyrir heima en margar götur eru lokaðar vegna eyðileggingarinnar.
Kansasríki er á miklu hvirfilbylja belti í Bandaríkjunum og er tíðni hvirfilbylja í ríkinu há. Tíðni þeirra er hvað hæst frá miðjum apríl og fram í miðjan júní.
Á myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá hvernig hvirfilbylurinn tætti í sig hús og sendi bíla á flug.
Destructive tornado tearing through Andover KS minutes ago pic.twitter.com/O5KL1Zdcrk
— Reed Timmer (@ReedTimmerAccu) April 30, 2022