Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, heimsótti Kænugarð, höfuðborg Kænugarðs, nýverið en ekki var tilkynnt um heimsóknina fyrirfram eða meðan á henni stóð. Nú hafa hins vegar bæði úkraínsk og bandarísk yfirvöld greint frá henni. AFP-fréttastofan greinir frá.
Í heimsókninni lýsti Pelosi yfir yfir stuðningi við Volodomír Selenskí, forseta Úkraínu.
„Með heimsókninni viljum við koma á framfæri þakklæti fyrir baráttuna fyrir frelsinu. Við erum til staðar þar til þeirri baráttu er lokið,“ sagði Pelosi við Selenskí, samkvæmt myndbandi sem skrifstofa forsetans hefur nú birt.