Stjórnvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður og sökkt tveimur rússneskum eftirlitsskipum í Svartahafi nærri Snákaeyju.
Margir muna eftir Snákaeyju frá því að úkraínskir hermenn á eyjunni sögðu áhöfn á rússnesku herskipi að fara til fjandans í stað þess að gefast upp fyrir þeim.
„Tveir rússneskir eftirlitsbátar gerðinni Raptor voru eyðilagðir í dögun nærri Snákaeyju,“ segir í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins á samfélagsmiðlum.
Varnarmálaráðuneytið birti einnig óskýra svarthvíta mynd sem tekin var úr lofti þar sem greina má sprengingu á litlum herskipum.
„Bayraktararnir [tyrkneskir árásardrónar] eru að virka,“ var haft eftir Valerí Salunsní, hershöfðingja innan úkraínska hersins, um árásina.
Raptor-herskipin eru að jafnaði skipuð tuttugu manna áhöfnum, búnar vélbyssum og notuð til njósna eða aðgerða þar sem siglt er með hermenn að landi.