Fjórir látnir eftir sprengingu á hóteli í Havana

Fjórir eru látnir og nítján slasaðir.
Fjórir eru látnir og nítján slasaðir. AFP/ADALBERTO ROQU

Fjórir eru látnir og nítján slasaðir eftir að öflug spreng reif framhlið hótels í Havana höfuðborg Kúbu í dag.

The Guardian greinir frá.

Að sögn kúbverskra embættismanna var að minnsta kosti 13 manns saknað eftir sprenginguna.

Lögregla og björgunarsveitarmenn girtu staðinn af.
Lögregla og björgunarsveitarmenn girtu staðinn af. AFP/ADALBERTO ROQU

Fimm stjörnu hótel

Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði skömmu eftir sprenginguna að ekki væri um sprengju að ræða og sagði að fyrstu rannsóknir bentu til þess að sprengingin á Hótel Saratoga hafi verið af völdum gasleka. Hótelið var lokað þegar sprengingin varð.

Hótelið, sem er fimm stjörnu, er með 96 herbergi og hafa söngkonurnar Madonna og Beyoncé báðar dvalið á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert