Spænskur ferðamaður meðal hinna látnu

Forseti Kúnu Miguel Diaz-Canel heimsótti börn á spítalanum.
Forseti Kúnu Miguel Diaz-Canel heimsótti börn á spítalanum. AFP

Tala látinn í Havana hækkar og eru nú minnst tuttugu og fimm látnir eftir sprenginguna á fimm stjörnu hótelinu Hótel Saratoga. Staðfest er að eitt barn sé meðal hinna látnu.

Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni.

Meðal látinna er eitt barn.
Meðal látinna er eitt barn. AFP

Spænski fréttamiðilinn El Mundo greinir frá því að ungur ferðamaður frá Spáni hafi látist í sprengingunni og að annar spænskur ferðamaður liggi nú á spítala.

Nú er talið að sprengingin sé af völdum gasleka.
Nú er talið að sprengingin sé af völdum gasleka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert