Fækka flugsætum vegna manneklu

Easyjet grípur til þessarra ráða vegna skorts á starfsfólki.
Easyjet grípur til þessarra ráða vegna skorts á starfsfólki. AFP

Flugfélagið Easyjet hyggst fækka flugsætum í sumar í því skyni að geta starfrækt vélar með færri áhafnarmeðlimum. BBC greinir frá

Áhafnarmeðlimum verður fækkað úr fjórum í þrjá en það leiðir af sér að vélin getur flutt 150 farþega í mesta lagi. Aftasta röð í Easyjet vélum af gerðinni A319 verður fjarlægð til þess að þetta sé mögulegt.

Vöntun á starfsfólki

Talsfólk Easyjet segir að þetta sé áhrifarík leið til þess að auka viðbragðsgetu og sveigjanleika hjá flugfélaginu en reglum flugmálayfirvalda yrði þá fylgt hvað varðar fjölda áhafnarmeðlima sem byggir á fjölda flugsæta en ekki fjölda farþega.

Flugfélög í Bretlandi hafa glímt við mönnunarvanda síðan um páskana eftir að eftirspurn eftir flugi jókst. Er því spáð að vöntun verði á starfsfólki næstu tólf mánuðina, nú þegar ferðamannabransinn tekur við sér eftir faraldurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert