Fjögur börn meðal hinna látnu

Viðbragðsaðilar á vettvangi.
Viðbragðsaðilar á vettvangi. AFP/Yamil Lage

Alls hafa tuttugu og sjö manns látið lífið eftir sprenginguna í Havana, höfuðborg Kúbu, á föstudaginn, þar af fjögur börn.

Heilbrigðisráðuneyti Kúbu greinir frá þessu. Ráðuneytið hefur nafngreint þá látnu. Þeir voru á aldrinum 10 til 77 ára, flestir frá Havana.

Talið er að gas­leki hafi valdið spreng­ing­unni.
Talið er að gas­leki hafi valdið spreng­ing­unni. AFP/Yamil Lage

Fjörtíu og sex manns liggja inn á spítala, meðal þeirra eru fimmtán börn.

Líkt og mbl.is greindi frá í gær þá er spænskur ferðamaður meðal hinna látnu. að sögn heilbrigðisráðuneytis Kúbu er um 29 ára gamla konu að ræða.

Sprengingin átt sér stað á föstudaginn.
Sprengingin átt sér stað á föstudaginn. AFP/Yamil Lage
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert