35 fundist látnir eftir sprenginguna

Viðbragðsaðilar að störfum í rústunum.
Viðbragðsaðilar að störfum í rústunum. AFP/ADALBERTO ROQUE

Viðbragðsaðilar hafa dregið fjögur lík til viðbótar úr rústum lúxushótels í Havana, höfuðborg Kúbu, eftir mikla sprengingu sem þar varð í síðustu viku.

Þar með hafa 35 fundist látnir, að sögn embættismanns.

Leitin í rústum fimm stjörnu hótelsins Saratoga hefur verið í fullum gangi. Endurbætur á hótelinu stóðu yfir og engir gestir voru þar inni þegar sprengingin varð síðastliðinn föstudagsmorgun, af völdum gasleka, að því er virðist.

AFP/YAMIL LAGE

Undanfarið hefur leitin mestmegnis farið fram í kjallara hótelsins og þar í kring.

„Leitin er á mjög hættulegu stigi vegna þess hve rústirnar eru miklar og hættunnar á hruni,“ sagði slökkviliðsstjórinn Luis Carlos Guzman.

51 verkamaður var að störfum á hótelinu þegar sprengingin varð.

AFP/ ADALBERTO ROQUE

Talið er að 12 til 13 manns séu enn fastir í rústunum. Í gær var greint frá því að 24 væru á sjúkrahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert