Atlantshafsbandalagið „augljós ógn“

Pútín á Rauða torgin í Moskvu í morgun.
Pútín á Rauða torgin í Moskvu í morgun. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í ávarpi sínu vegna sigurdagsins rétt í þessu að það að ráðast inn í Úkraínu hafi verið „rétt“ ákvörðun sem tekin hafi verið af sjálfstæðu, sterku og fullvalda ríki. 

Þá sagði hann að innrásin hafi verið „nauðsynleg“. 

Pútín ræddi um Atlantshafsbandalagið í ávarpi sínu og sagði það „augljósa ógn“ við Rússland. Hann hefur lagst hart gegn inngöngu þjóða í bandalagið. 

Sagði Pútín að á síðastliðnu ári hafi spenna ríkt á milli Rússlands, annarra Evrópuþjóða og Atlantshafsbandalagsins. 

Þá sagði hann að Rússland hafi „hvatt Evrópu til þess að finna sanngjarna málamiðlun“ en að Evrópuþjóðirnar hafi ekki hlustað.

Mikilvægt að koma í veg fyrir enn eina heimsstyrjöldina

„Í Kænugarði [höfuðborg Úkraínu] sögðu þeir að þeir gætu fengið kjarnorkuvopn frá Atlantshafsbandalaginu og Atlantshafsbandalagið fór að kanna landsvæði nærri okkur. Það varð að augljósri ógn gegn landi okkar og landamærum. Allt benti til þess að við þyrftum að berjast,“ sagði Pútín.

Sigurdeginum er fagnað á ári hverju vegna sig­urs á Þýskalandi nas­ista í seinni heims­styrj­öld­inni.

Þúsundir söfnuðust saman til þess að hlusta á ávarp Pútíns. Þrátt fyrir að stríð hans í Úkraínu haldi áfram sagði hann að mikilvægt væri að gera allt sem hægt væri til þess að koma í veg fyrir að önnur heimsstyrjöld brytist út.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert