Hvað mun Pútín segja?

Pútín mun halda ræðu í dag.
Pútín mun halda ræðu í dag. AFP/SPUTNIK

Vangaveltur hafa verið uppi um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti gæti notað tilefni sigurdagsins til þess að gefa út stóra yfirlýsingu, mögulega yfirlýsingu um algjört stríð á hendur Úkraínu, öfugt við það sem nú er talað um sem „sérstaka hernaðaraðgerð“. 

Stjórnvöld í Rússlandi hafa tekið fyrir að það sé ætlunin. 

Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 hélt Pútín ræðu á sigurdeginum um sigur á fasisma. 

„Þetta árið var meginmarkmiðið að tilkynna sigur í stríðinu í Úkraínu sem átti að eiga sér stað í febrúar [þegar Rússar réðust inn í Úkraínu],“ segir Ernest Wyciszkiewicz, sem starfar hjá miðstöð pólsk-rússneskra samskipta, í samtali við BBC.

En Rússar geta ekki fagnað sigri á sigurdeginum sem er í dag. Honum er fagnað í Rússlandi á ári hverju vegna sigurs á Þýskalandi nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Jen Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hefur hvatt Pútín til þess að binda enda á stríðið í tilefni dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert