Sonur fyrrverandi einræðisherra verður forseti

Marcos þakkaði sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína.
Marcos þakkaði sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína. AFP

Son­ur og nafni fyrr­ver­andi ein­ræðis­herra Fil­ipps­eyja, Fer­d­inand Marcos, vann stórsigur í forsetakosningunum þarlendis í dag.

Þegar fyrstu tölur urður ljósar hafði Ferdinand „Bongbong“ Marcos Junior tryggt sér tvöfalt fleiri atkvæði en helsti keppinautur hans, frjálslyndi frambjóðandinn Leni Robredo.

Varað hefur verið við því að Marcos muni stjórna eins og faðir sinn en svo virðist sem að kjósendur á Filipseyjum gefi lítið fyrir þær viðvaranir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert