Yfirvöld í Sri Lanka settu á útgöngubann í landinu og sendu hersveitir út eftir að tugir þurftu að leita á sjúkrahús í stærstu mótmælum gegn stjórnvöldum í nokkrar vikur.
Samfélagsmiðlabann hefur verið í gildi í landinu í rúman mánuð og skortur er á mat, eldsneyti og öðrum nauðsynjavörum. Mesta efnahagslægð í sögu landsins ríður yfir, frá því það öðlaðist sjálfstæði árið 1948.
Mótmælin hafa hingað til að mestu farið friðsamlega fram en í dag lenti mótmælendum og fjölskyldu forseta landsins, Gotabaya Rajapaksa, saman í höfuðborginni Colombo.
Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum og umsvifalaust var gripið til útgöngubanns í Colombo. Fljótlega var útgöngubann í öllu landinu en þar búa 22 milljónir manna.
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum var óeirðalögregla kölluð til aðstoðar auk þess sem hermenn eru sýnilegir til að koma í veg fyrir uppþot.
Efnahagur landsins hefur verið í molum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst en langmestar tekjur voru tengdar ferðamannaiðnaðinum.