„Við unnum þá. Við munum vinna núna“

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í dag að Úkraínumenn muni ekki leyfa Rúsum að eigna sér sigur í seinni heimsstyrjöldinni. Ávarpið flutti Selenskí vegna minnisdags um sigur Sovétríkjanna á Þýskalandi nasista.

„Í dag fögnum við sigurdeginum. Við erum stolt af forfeðrum okkar sem, með öðrum þjóðum sem börðust gegn Hitler, sigruðu nasismann. Við munum ekki leyfa neinum að eigna sér þennan sigur,“ sagði Selenskí og bætti við:

„Við unnum þá, við munum vinna núna.“

Vísaði Selenskí þá til stríðsins í Úkraínu en rússneskar hersveitir réðust þangað inn í febrúarmánuði. Gerðu rússnesk stjórnvöld ráð fyrir að geta fagnað sigri í því stríði í dag, á sigurdeginum, en enn sér ekki fyrir endann á stríðinu.

Ræðu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á sigurdeginum er beðið með mikilli eftirvæntingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert