Úkraínsk stjórnvöld segja að enn séu fleiri en 1.000 úkraínskir hermenn, margir særðir, fastir í Asovstal-stálverksmiðjunni sem staðsett er í hafnarborginni Maríupol. Borgin er undir stjórn Rússa.
„Hundruð þeirra hafa meiðst. Þarna er fólk sem er alvarlega meitt og þarf á því að halda að vera flutt af vettvangi strax. Ástandið versnar með degi hverjum,“ sagði Iryna Vereshcuk, staðgengill forsætisráðherra, í samtali við AFP.
Úkraínska varnarmálaráðuneytið gaf það út fyrr í dag að rússneskir hermenn á skriðdrekum nálguðust verksmiðjuna.
Þá tjáði eiginkona hermanns í verksmiðjunni BBC frá því að hann hefði beðið hana um að senda á hann upplýsingar um það hvernig væri hægt að lifa af án vatns.