Forstjóri WHO gagnrýnir smitleysisnálgun Kína

Gripið var ti útgöngubanns í Kína vegna úbreiðslu smita.
Gripið var ti útgöngubanns í Kína vegna úbreiðslu smita. AFP

Smitleysisnálgun kínverskra yfirvalda er ekki skynsamleg til lengri tíma, að sögn Adhanom Ghebr­eyes­us, for­stjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). 

Hann bendir á að þó nálgunin hafi verið skiljanleg í upphafi þá sé hún það ekki lengur, í ljósi upplýsinga sem nú liggja fyrir um veiruna. 

Hann kveðst hafa gert sérfræðingum í Kína grein fyrir þessari afstöðu stofnunarinnar, þetta kemur fram í frétt Reuters.

Líta þurfi til mannréttinda

Mike Ryan, verkefnastjóri neyðarmála hjá WHO, segir nauðsynlegt að líta til áhrifa smitleysisnálgunarinnar á mannréttindi borgaranna. 

„Við höfum alltaf sagt að það þurfi að finna jafnvægi milli takmarkana og þeirra áhrifa sem þær hafa á samfélagið og efnahagskerfið, það er þó ekki alltaf auðvelt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka