Vatnsbirgðirnar virðast á þrotum

Flóttamenn frá Maríupol.
Flóttamenn frá Maríupol. AFP

Úkraínska borgin Odessa varð í nótt fyrir rússneskum flugskeytum. Einn lést og fimm særðust þegar flugskeyti lenti á verslunarmiðstöð og birgðageymslu, að sögn úkraínska hersins. 

Rússneskir hermenn á skriðdrekum ráðast nú að Asovstal stálverksmiðjunni í Maríupol, að sögn úkraínska varnarmálaráðuneytisins. 

Eiginkona úkraínsks hermanns sem berst þar greindi BBC frá því að hann hefði beðið hana um að leita að upplýsingum um það hvernig væri hægt að lifa án vatns. Þá sagði hann henni að 700 særðir hermenn væru í verksmiðjunni og kæmust hvorki lönd né strönd. 

Harðir bardagar halda áfram í Donbas í austurhluta Úkraínu.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur flýtt vopnasendingum til Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum gagnrýnt ræðu Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta á sigurdeginum í gær harðlega. Segja þau að staðhæfingar um að árásargirni vestursins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu vera „augljóslega fáránlegar.“

Samantekt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert