Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og sænski kollegi hans, Magdalena Andersson, skrifuðu undir samkomulag í sumarhúsi sænska forsætisráðherrans í Harpsund, rétt utan við Stokkhólm, þar sem Bretar heita því að styðja Svía ef ráðist verður á þá.
Svíar heita því einnig að styðja Breta ef ráðist verður á þá.
Svíar íhuga aðild að NATO. Tekin verður ákvörðun um aðildina þar í landi 15. maí en aðild er talin minnka líkur á því að landið verði mögulegt skotmark Rússa.
„Ef ráðist yrði á Svía og þeir leita til okkar þá munum við veita þeim stuðning,“ sagði Johnson á sameiginlegum blaðamannafundi í Harpsund.
Talið er líklegt að Johnson skrifi undir svipað samkomulag í Helsinki, höfuðborg Finnlands, síðar í dag.