Fréttamaður skotinn til bana á Vesturbakkanum

Shireen Abu Aqla var skotin til bana í morgun.
Shireen Abu Aqla var skotin til bana í morgun. AFP

Þrautreyndur palestínskur/amerískur fréttaritari Al Jazeera var myrtur við störf þar sem fjallað var um árás ísraelskra hermanna á Vesturbakkanum.

Í yfirlýsingu frá fjölmiðlinum kemur fram að fréttaritarinn, Shireen Abu Aqla, hafi verið skotin vísvitandi af ísraelskum hermönnum í palestínsku borginni Jenin á Vesturbakkanum. Samstarfsmaður hennar særðist einnig.

Naftalí Benn­ett, forsætisráðherra Ísraels, sagði að líklega hefði verið um skot Palestínumanns að ræða þegar Ísraelar og Palestínumenn skiptust á skotum.

Í frétt BBC kemur fram að ofbeldi og átök séu að aukast milli Palestínumanna og Ísraela.

Forseti Palestínu, Mahmud Abbas, segir að stjórnvöld í Ísrael beri ábyrgð á dauða Aqla. Hún vann að umfjöllun um ítrekaðar innrásir ísraelskra hersveita í Jenin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert