Þrýsta rússnesku hersveitunum að landamærunum

Úkraínskir hermenn fá sér kaffibolla.
Úkraínskir hermenn fá sér kaffibolla. AFP

Úkraínsk yfirvöld segja að hersveitir þeirra hafi ýtt rússneskum hersveitum í burtu þar sem þær reyndu að nálgast borgina Karkív úr norðvestur átt. Með þessu endurheimtu Úkraínumenn nokkur þorp í kringum borgina. 

Þorpin Kerkaskí Týsks, Ruski Týski, Borsjova og Slobosjanske eru komin aftur í hendur Úkraínumanna, að sögn talsmanns hersins. 

Hernaðarsérfræðingar segja að úkraínskum hersveitum hafi gengið vel að ýta þeim rússnesku frá borginni. 

Bandaríska hernaðarstofnunin fullyrðir að rússneskum hermönnum hafi verið þrýst langt aftur, alveg þannig að þeir eru nú einungis í 10 kílómetra fjarlægð frá landamærunum við heimaland sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert