Rússar segjast þurfa að „leita hefnda“ vegna áætlana Finna um að ganga í NATO.
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra landsins, sagði að sækja þyrfti um aðild að Atlantshafsbandalaginu án tafar. Finnland deilir 1.300 kílómetra landamærum við Rússland.
BBC hefur eftir yfirlýsingu frá yfirvöldum í Kreml að ákvörðun Finna sé lýst sem róttækum breytingum í utanríkisstefnu landsins.
„Innganga Finnlands í NATO mun valda tvíhliða samskiptum á milli Rússlands og Finnlands alvarlegum skaða sem og á viðhaldi á stöðugleika og öryggi á Norður-Evrópu svæðinu,“ segir í yfirlýsingunni.
„Rússland neyðist til að leita hefnda, bæði á hernaðarlegu og á tæknilegu sviði og á annan hátt, til þess að eyða þeirri þjóðaröryggisógn sem rís út af þessu.“
Engar frekari upplýsingar hafa verið gefnar út um hvers eðlis aðgerðirnar Rússa gætu orðið.