Ellefu látnir eftir rútuslys

Lima.
Lima. AFP

Hið minnsta ellefu eru látnir, þeirra á meðal tvö börn, eftir að rúta keyrði útaf í gljúfur í Perú á laugardag. 

34 eru slasaðist eftir slysið sem varð síðdegis. Rútan valt um 100 metra niður í gljúfur í Ancash-héraði, norður af höfuðborginni Lima að sögn yfirvalda. 

Rútan var á leið til Lima frá La Libertad, héraði í norðurhluta landsins, eftir Tayabamba-þjóðveginum.

Umferðarslys algeng í Perú

„Við höfum skráð 34 slasaða og 11 látna eftir slys í Ancash-héraði,“ sögðu yfirvöld í yfirlýsingu sinni. 

Lögregla og aðrir björgunaraðilar unnu fram á sunnudagsmorgun við að ná í lík úr rústum rútunnar. Hinir slösuðu voru fluttir á sjúkrahús í Sihuas-héraði. 

Lögregla hefur nú til rannsóknar tildrög slyssins, en umferðarslys eru algeng í Perú vegna m.a. hraðaksturs og skort á umferðaskiltum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert