Svíþjóð mun sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO), en um er að ræða fyrirbyggjandi aðgerð í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta tilkynnti Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, rétt í þessu. AFP-fréttastofan greinir frá.
Um er að ræða viðsnúning frá hernaðarlegri hlutleysisstefnu Svía, en Andersson sagði að Svíar færu nú af einu tímabili yfir á annað.
Ríkisstjórn Finnlands tilkynnti í gær að ríkið ætlaði að hefja umsóknarferli um aðild, en ríkin tvö hafa bæði lýst því yfir að vilja sækja um aðild að NATO í sameiningu.
„Við gerum ráð fyrir að það taki ekki meira en ár fyrir aðildarlöndin 30 að staðfesta aðildarumsókn Svíþjóðar,“ sagði Andersson.
Gert hafði verið ráð fyrir því að Andersson myndi tilkynna það formlega í dag að Svíar myndu sækja um aðild að NATO. Tillagan var lögðu fyrir þingið og var breið samstaða um málið.