Verðbólga í Bretlandi ekki hærri í 40 ár

Andrew Bailey, seðlabankastjóri Bretlands.
Andrew Bailey, seðlabankastjóri Bretlands. AFP

Verðbólga í Bretlandi í apríl var sú hæsta í landinu 40 ár og fór í 9 prósent eftir að hafa verið 7 prósent í mars.

Þetta kemur fram í tölum sem voru birtar í morgun. Í yfirlýsingu kemur fram að verðbólgan hafi ekki verið svona há síðan 1982.

Þjóðir víðs vegar um heiminn eru að glíma við hæstu verðbólgu í langan tíma á sama tíma og stríðið í Úkraínu hefur þrýst upp verði á orku og matvælum. Breski seðlabankinn, sem og aðrir seðlabankar, hafa fyrir vikið þurft að hækka stýrivexti.

Andrew Bailey, seðlabankastjóri Bretlands, varaði á mánudag við afar slæmri stöðu í tengslum við hækkandi matvælakostnað. Ástæðan væri sú að Úkraína, sem er stór framleiðandi hveitis og matvælaolíu, gæti ekki flutt vörur sínar úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert