Íbúar borgarinnar Severodonetsk í austurhluta Úkraínu þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara úr húsum sínum vegna stöðugrar stórskotahríðar.
„Það er hávaði allan tímann og sprengjubrot fljúga hérna um. Maður heyrir þetta úr kjallaranum. Þess vegna lokum við okkur inni,“ sagði Anna Poladyuk, sem varð að gera hlé á eldamennsku sinni utandyra vegna árása.
Poladyuk, sem er 66 ára, hefur mestmegnis dvalið neðanjarðar í myrkrinu undanfarinn mánuð ásamt 27 öðrum manneskjum.