Eldri kona sést hér elda mat í kjallara íbúðar sinnar í Severodonetsk í austurhluta Úkraínu í gær á 84. degi stríðsins.
Stöðugar loftárásir hafa verið á borgina undanfarna daga eftir að Rússar hófu að einbeita sér markvisst að Donbass-héruðunum.
Þar skipta borgirnar Severodonetsk, Slóvíansk og Kramatorsk einna mestu máli fyrir Rússa.
Þeir treysta á aðföng frá Belgorod í gegnum úkraínsku borgina Isíum sem er nálægt rússnesku landamærunum og reyna þeir nú að umkringja Severodonetsk með stöðugum árásum.