Yfir níuhundruð úkraínskir hermenn sem héldu til í Asovstal-verksmiðjunni eru í haldi rússa og hafa verið fluttir í fangabúðir að sögn stjórnvalda í Rússlandi.
Hermönnunum var skipað að leggja niður vopn og gefa sig fram við Rússa þar sem samist hafði um örlög þeirra. Matar- og vatnsbirgðir voru löngum orðnar hættulega litlar í verksmiðjunni.
Talsmaður utanríkisráðherra Rússa, María Sakharova, sagði í gær að 959 úkraínskir hermenn hefðu gefið sig fram á þriðjudaginn. Þar af hafi 51 hlotið aðhlynningu vegna sára sinna og að aðrir hafi verið sendir í fangabúðir í bænum Olenivka á áhrifasvæði Rússa í Donetsk-héraði í Úkraínu.
Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sagði að vonir stæðu til um að hægt væri að skiptast á föngum „til þess að endurheimta úkraínsku hetjurnar eins fljótt og auðið er,“ líkt og er haft eftir honum á fréttastofu AFP.
Örlög hermannanna eru enn óljós þar sem Dimiti Peskov, talsmaður Kreml hefur neitað að svara því hvort að litið verði á þá sem glæpamenn eða stríðsfanga.