Rússar skrúfa fyrir gas til Finnlands

Mynd af orkuveri Gasum í Finnlandi.
Mynd af orkuveri Gasum í Finnlandi. AFP/Vesa Moilanen

Rússar hyggjast loka fyrir flutning á gasi til Finnlands í fyrramálið.

Ríkisrekið orkufyrirtæki Finnlands, Gasum, greindi frá þessu í dag. Þetta kemur í kjölfar þess að Finnland neitaði að greiða rússneska eldsneytisfyrirtækinu Gazprom fyrir þjónustu sína í rúblum.

Framkvæmdastjóri Gasum segist undirbúinn

Framkvæmdastjóri Gasum, Mika Wiljansen, gaf út yfirlýsingu í dag þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum með niðurstöðuna.

„Það er mikil synd að innflutningur á gasi muni nú minnka en sem betur fer höfum við verið að búa okkur undir þessa stöðu. Það verður því ekki nein truflun á flutningi gass innanlands,“ lofaði Mika.

Ljóst er að samband Rússlands og Finnlands hefur sjaldan verið verra en Finnland skilaði í fyrradag inn umsókn um aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert