Búið að skrúfa fyrir gas til Finnlands

Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að greitt sé fyrir gasið í …
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að greitt sé fyrir gasið í rúblum, til að lágmarka skaða sem hlýst af efnahagsþvingunum Vesturlanda. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa nú lokað fyrir flutning á gasi til Finnlands. Tilkynnti ríkisrekna orkufyrirtæki Finnlands, Gasum, í gær að þetta yrði gert. Finnland neitar að greiða eldsneytisfyrirtækinu Gazprom fyrir þjónustu sína í rúblum líkt og Rússar fara fram á.

Rússnesk stjórnvöld hafa sagst þurfa að leita hefnda vegna áætlana Finna um að ganga í Atlandshafsbandalagið en bæði Svíþjóð og Finnland hafa sótt um aðild. 

Síðan innrás Rússa hófst hafa stjórnvöld þar í landi krafist þess að „óvinveitt lönd“, þar á meðal Evrópusambandslönd, greiði fyrir gas í rúblum og er það meðal annars gert til þess lágmarka skaða sem hlýst af efnahagsþvingunum Vesturlanda. 

Flytja gas í gegnum Eistland í staðinn

Gazprom tilkynnti í dag að það sé hætt að flytja gas yfir til Finnlands þar sem fyrirtækinu höfu ekki borist greiðslur í rúblum frá Gasum en segir jafnframt í tilkynningunni að Gazprom hafi flutt 201 milljarða rúmmetra af gasi til Finnlands árið 2021 en það jafngildir tveimur þriðju af gasneyslu landsins á árinu.

Í ljósi þessa mun Gasum í framtíðinni flytja gas í gegnum Eistland og búist er við því að starfseminni verði ekki raskað þar með. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert