Fimm létust í flugslysi í Frakklandi

Í kringum sextíu slökkviliðsmenn voru kallaðir á vettvang flugslyss í …
Í kringum sextíu slökkviliðsmenn voru kallaðir á vettvang flugslyss í frönsku ölpunum í dag. AFP/Genya SAVILOV

Fimm manns létu lífið í flugslysi í frönsku Ölpunum í dag. Fjögur þeirra tilheyrðu sömu fjölskyldu.

Slysið átti sér stað seinnipartinn í dag fljótlega eftir að flugvélin tók á loft frá Versoud-flugvellinum nálægt Grenoble í suðaustur Frakklandi. Flugið átti að standa yfir í hálftíma.

Sjónarvottar sem urðu vitni af slysinu hringdu strax í viðbragðsaðila sem fundu lík fjögurra fullorðinna og eins barns í brenndu flaki flugvélarinnar.

Í kringum 60 slökkviliðsmenn voru kallaðir til að slökkva eldinn sem varð við slysið. Saksóknari í Grenoble hefur fyrirskipað rannsókn á slysinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert