Hitamet hafa verið slegin víða á Spáni í mámánuði en hiti hefur sumstaðar farið yfir 40 gráður.
Spænska veðurstofan varaði við hitabylgjum í tíu héruðum í dag og sagði að um væri að ræða „áköfustu“ hitabylgjur sem hafa sést í nokkur ár.
BBC greinir frá því að hitamet hafi verið sett í borginni Jaén á Suður-Spáni á föstudag en hiti mældist 40 gráður.
Þessi óeðlilega mikli hiti, fyrir þennan árstíma, orsakast af hlýjum vindum sem berst frá Norður-Afríku. Þeir valda því að hiti mælist um 15 gráðum meiri en á sama tíma í fyrra.
Mesta hitann má finna í héruðunum Andalúsíu, Extremadúra, Kastilíu-La Mancha, Aragon og í höfuðborginni Madríd.
Heilbrigðisráðuneyti Spánar hvetur fólk til að drekka mikið af vatni og halda sig frá sólinni eins og hægt er.