Fjórar myndir af Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í gleðskap á Downingstræti 10, hafa lekið í fjölmiðla.
ITV News birti myndirnar. Þar sést Boris Johnson lyfta glasi í kveðjuhófi vegna starfsloka Lee Cain, þáverandi verkefnastjóra samskipta.
Á borði fyrir framan Johnson má sjá tómar vínflöskur og veislumat.
Kveðjuhóf þetta var haldið þann þrettánda nóvember 2020, meðan samkomutakmarkanir voru í fullu gildi og miðuðu við að óheimilt væri að hitta fólk sem tilheyrði ekki sama heimili.
Myndbirtingin hefur vakið hneykslun og vantrú á að Boris Johnson hafi ekki áttað sig á því að hann væri að brjóta samkomutakmarkanir, þegar hann tók þátt í veisluhöldunum.
Lögreglan í Lundúnum hefur lokið rannsókn á veisluhöldunum að Downingsstræti, en Boris Johnson var ekki sektaður, þótt gefnar hafi verið út 126 sektir.
EXCL: @ITVNews has obtained pictures of Boris Johnson drinking at a No10 party during lockdown in November 2020.
— Paul Brand (@PaulBrandITV) May 23, 2022
The photos cast fresh doubt on the PM's repeated claims he was unaware of rule-breaking in No10 during the pandemic.
See all images here:https://t.co/sUJiWpxqmm pic.twitter.com/iXopuPIQu7