14 skólabörn látin í skotárás í Texas

Bandaríska fánanum flaggað í hálfa stöng. Mynd úr safni.
Bandaríska fánanum flaggað í hálfa stöng. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kosti 15 manns, þar af 14 börn og einn kennari, eru látin eftir skotárás í Robb-grunnskólanum í borginni Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. Einn grunaður er í haldi lögreglu.

Þessu greina miðlar vestanhafs frá rétt í þessu, þar á meðal CNN.

Tvær sögur fara af tölu látinna enn sem komið er. Greg Abbot, ríkisstjóri í Texas, sagði í ávarpi að 14 börn og einn kennari hefðu látist – en spítali í borginni segir aftur á móti að tveir séu látnir en töluvert fleiri séu særðir.

Í sama ávarpi sagði Abbot að sá grunaði væri 18 ára karlmaður, búsettur í borginni.

„Talið er að hann hafi farið inn með skammbyssu og gæti hafa borið riffil, þótt það sé ekki enn staðfest,“ sagði Abbot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka