Mæla með fimmta skammtinum

Hvað alla aðra varðar, mæla þau með að fólk sé …
Hvað alla aðra varðar, mæla þau með að fólk sé almennt bólusett með þremur skömmtum. Þau sem vilja fjórða skammtinn mega einnig fá hann. AFP/Christof Stache

Stjórnvöld í Svíþjóð hafa mælt með að fólk í áhættuhópum og eldriborgarar hljóti fimmta bóluefnaskammtinn gegn Covid-19.

Þetta segir á vef norsku sjónvarpsstöðvarinnar tv2. Á þetta við um alla yfir 18 ára að aldri sem hafa aukna hættu á að veikjast alvarlega af sjúkdómnum, þar á meðal ófrískar konur, og alla yfir 65 ára.

Þá mæla sænsk heilbrigðisyfirvöld með því að börn á aldrinum 12 til 17 ára séu bólusett með tveimur skömmtum og börn með skert ónæmiskerfi séu bólusett frá 5 ára aldri.

Veiran dreifist í haust

Hvað alla aðra varðar, mæla þau með að fólk sé almennt bólusett með þremur skömmtum. Þau sem vilja fjórða skammtinn mega einnig fá hann.

„Við teljum að veiran muni dreifa sér töluvert í haust,“ er haft eftir Karin Tegmark Wissel, sem starfar hjá sænskum heilbrigðisyfirvöldum.

„Faraldrinum er ekki lokið,“ bætti hún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert