Ellefu nýfædd börn létust í eldsvoða á spítala í borginni Tivaouane í vesturhluta Senegal á miðvikudaginn.
Borgarstjórinn Demba Diop segir að eldurinn hafi kviknað vegna skammhlaups og breiðst mjög hratt út.
Macky Sall forseti landsins tilkynnti un harmleikinn á Twitter og lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg.
Vottaði hann fjölskyldum látnu nýburanna sína dýpstu samúð.
Je viens d'apprendre avec douleur et consternation le décès de 11 nouveaux nés, dans l'incendie survenu au service de néonatalogie de l'hôpital Mame Abdou Aziz Sy Dabakh de Tivaouane.
— Macky Sall (@Macky_Sall) May 25, 2022
A leurs mamans et et à leurs familles, j'exprime ma profonde compassion.